Ekkert gjald er tekið fyrir fyrsta viðtalið með lögmanni, þar sem kostur gefst á að fara yfir málið og kanna réttarstöðuna.

Að fyrsta viðtalinu frátöldu eru verkefni ýmist tekin gegn greiðslu tímagjalds, sem er 23.900.- án virðisaukaskatts eða skv. sérstökum samningi um einstakt verkefni, sem getur kveðið á um hagsmunatengda þóknun eða lágmark/hámark tíma. Lágmarksgreiðsla þegar unnið er skv. tímagjaldi er fyrir sem nemur stundarfjórðungi. Útlagður kostnaður greiðist sérstaklega. Reikningar eru sendir út eftir framvindu einstakra verkefna og samhliða útgáfu þeirra eru stofnaðar kröfur í netbanka. Í málum er snúa að innheimtu bóta vegna líkamstjóna greiðir umbj. tímagjald en þó að lágmarki 15% af bótafjárhæð auk virðisaukaskatts og þess lögmannskostnaðar sem greiddur er af bótaskyldu tryggingarfélagi. Í málum sem varða sölu fasteigna, skipa, fyrirtækja eða lausafjármuna greiðir umbj. tímagjald en þó að lágmarki 2.5% af söluandvirðinu, auk virðisaukaskatts.

Athugið: Hægt er að semja sérstaklega um greiðslur vegna sakamála.

Reykjavík, 4. janúar 2016.

Gjaldskrá og greiðsluskilmálar

© 2017 // ESJA Legal ehf. Allur réttur áskilinn.

  • Facebook Clean
  • LinkedIn Clean