
Þjónustan
Fjölþætt reynsla á flestum réttarsviðum
Mikil reynsla á fjölmörgum sviðum lögfræðinnar
ESJA Legal ehf. veitir faglega, áreiðanlega og persónulega þjónustu á mörgum sviðum lögfræðinnar. Starfsfólk stofunnar býr yfir djúpstæðri reynslu og þekkingu, og vinnur af festu og fágun að öllum sínum verkefnum. Við leggjum áherslu á þátttöku umbjóðenda okkar, upplýsandi samskipti og lausnamiðaða nálgun í öllum málaflokkum.
Stjórnsýsluréttur
Starfsmenn ESJA Legal ehf. búa að víðtækri þekkingu og áralangri reynslu af meðferð sakamála, allt frá rannsóknarstigi til meðferðar fyrir dómstólum. Við veitum faglega, yfirvegaða og málefnalega ráðgjöf í öllum tegundum refsimála, þar á meðal fíkniefnamálum, ofbeldisbrotum, kynferðisbrotum, fjármunabrotum og umferðarlagabrotum.
Við leggjum ríka áherslu á að vernda réttindi umbjóðenda okkar á öllum stigum málsmeðferðar, hvort sem um ræðir skýrslutökur hjá lögreglu eða fyrir dómi. Starfsmenn stofunnar leggja þunga áherslu á að öll mál séu meðhöndluð af varfærni og virðingu. Við tökum að okkur að sinna hagsmunagæslu hvort heldur um er að ræða sakborninga eða brotaþola og leggjum metnað í að upplýsa umbjóðendur skýrt og reglulega um stöðu og framvindu mála.

Pantaðu ókeypis viðtal
Vantar þig ráðgjöf? Þú getur bókað tíma á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 13-15:30 þér að kostnaðarlausu.
ESJA Legal ehf. leggur áherslu á persónulega og sérsniðna ráðgjöf sem tekur mið af þörfum hvers og eins umbjóðanda. Hér getur þú kynnt þér betur hver við erum, hvaðan við komum og hvernig við nálgumst þau úrlausnarefni sem okkur eru falin.