
Þjónustan
Fjölþætt reynsla á flestum réttarsviðum
Mikil reynsla á fjölmörgum réttarsviðum
ESJA Legal ehf. veitir faglega, áreiðanlega og persónulega þjónustu á mörgum sviðum lögfræðinnar. Starfsfólk stofunnar býr yfir djúpstæðri reynslu og þekkingu, og vinnur af festu og fágun að öllum sínum verkefnum. Við leggjum áherslu á þátttöku umbjóðenda okkar, upplýsandi samskipti og lausnamiðaða nálgun í öllum málaflokkum.
Skipulagsréttur
Skipulags- og byggingarmál geta haft veruleg áhrif á hagsmuni einstaklinga og fyrirtækja. Við veitum lögfræðiráðgjöf vegna deiliskipulags, grenndarkynninga, kærumála til úrskurðarnefnda og stjórnsýslunefnda sveitarfélaga, svo fátt eitt sé nefnt. Við leggjum áherslu á vandaða málsmeðferð og réttaröryggi í allri okkar málsmeðferð og tökum að okkur bæði hagsmunagæslu og ágreiningsmál á stjórnsýslustigi sem fyrir dómstólum.
