Sýknað af "sérstaklega hættulegri" líkamsárás

Tveir menn voru sýknaðir í upphafi ársins í líkamsárásarmáli sem höfðað var gegn þeim fyrir héraðsdómi Norðurlands eystra. Undirritaður og Magnús Davíð Norðdahl hdl. voru verjendur mannanna.

 

 

Í málinu voru X og Z ákærðir fyrir "sérstaklega hættulega líkamsárás" með því að hafa ráðist á A og slegið hann í andlitið og sparkað ítrekað í höfuð, bak og síðu hans. Samkvæmt ákæru var hin meinta líkamsárás tvímenninganna sögð hafa valdið því að augntóftarbein brotnaði í A, rifbein brotnaði ásamt þremur lendarhryggjarliðum, hann fékk undirhúðarloft í kringum annað augað í brjóstholi og aðra minni áverka. Ákært var fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

X og Z neituðu báðir sök og kröfðust sýknu. Bentu verjendur þeirra á að mikill fjöldi fólks var kominn saman á vettvangi árásarinnar, en að engin af þeim vitnum sem gáfu skýrslu hjá lögreglu eða komu fyrir dóminn, gátu borið um þátt X og Z. Var þetta sérstaklega leitt í ljós með hnitmiðuðum spurningum til vitna fyrir dóminum.

 

Þótti ljóst að "ráðist var að brotaþola í umrætt sinn og honum veittir áverkar sem lýst er í ákæru," segir í dóminum. "Einnig er ljóst að ákærðu voru á staðnum og virðast hafa haft sig nokkuð í frammi, sbr. framburð [vitnanna B og L]. Hitt verður ekki talið sannað að þeir hafi haft sig svo í frammi sem í ákæru er lýst. Þrátt fyrir fjölda vitna eru engin sem bera um að þeir hafi slegið og sparkað í brotaþola nema hann sjálfur, sem

 

segist hafa fengið eitt spark frá hvorum. Með tilliti til þess að fleiri virðast hafa haft sig í frammi á vettvangi en ákærðu verður frásögn hans ekki talin nægileg sönnun um þetta. Eftir þessu verður að telja skynsamlegan vafa leika á því að ákærðu hafi framið þann verknað sem þeim er gefinn að sök í ákæru. Ber samkvæmt því að sýkna þá og vísa bótakröfu frá dómi."

 

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Áhugaverðar greinar

Fór yfir fréttir vikunnar með Sigmari Guðmundssyni, Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur og Jóhannesi Þór Skúlasyni á Rás 2 í morgun. Ræddum bónusana sem greid...

Fréttir vikunnar á Rás 2

July 7, 2017

1/4
Please reload

Nýlegar greinar
Please reload

Sarpurinn
Please reload

Tögg

© 2017 // ESJA Legal ehf. Allur réttur áskilinn.

  • Facebook Clean
  • LinkedIn Clean